Jafnréttissinnaði ráðherrann sagðist vilja ******* óþekkar stelpur með ******* Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 07:35 Andrew Griffiths er einn fjölmargra breskra stjórnmálamanna sem hafa hrökklast frá störfum vegna kynlífshneykslis í pressunni Breska þingið Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim. Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim.
Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51