Jafnréttissinnaði ráðherrann sagðist vilja ******* óþekkar stelpur með ******* Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 07:35 Andrew Griffiths er einn fjölmargra breskra stjórnmálamanna sem hafa hrökklast frá störfum vegna kynlífshneykslis í pressunni Breska þingið Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim. Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim.
Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51