Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld voru þrjár björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna konu sem hafði fallið í sprungu í Búrfellsgjá við Heiðmörk.
Viðbragðsaðilar og björgunarsveitir eru á leiðinni á vettvang.
Stuttu eftir að útkall barst vegna konunar í Heiðmörk óskuðu ferðalangar á Heklu eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir blautir og hraktir eftir að tjaldið þeirra hafði fokið.
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið boðaðar út í það verkefni.
