Árangur Englands á HM orðinn óvæntur höfuðverkur fyrir forsætisráðherrann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2018 20:44 Charles Michel, forsætisráðherra Belga, afhentu Theresu May belgísku landsliðstreyjuna á dögunum. Svo gæti farið að England og Belgía mætist í úrslitum HM. Vísir/Getty Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May. HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May.
HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira