Hægt að hlaða inn ljósmyndum af notendum á Íslendingabók Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 19:34 Nýja viðmótið er nútímalegra og stílhreinna en hið gamla, að sögn Friðriks. Skjáskot/Íslendingabók Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan. Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan.
Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira