Myndarleg lægðarhringrás gæti fært hlýrra loft til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 10:08 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira