Davíð rís upp Trump til varnar og segir fjölmiðlum til syndanna Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 10:20 Trump á sér góðan bandamann í Davíð Oddssyni sem bregður fyrir sig gamalkunnu stílvopni, hinu napra háði, og telur fjölmiðla marga vart boðlega. Leiðari Morgunblaðsins í morgun, sem að öllum líkindum er ritaður af öðru ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra Íslands með meiru, hefur vakið mikla athygli. Davíð hellir sér yfir fjölmiðla og segir þá hafa hamast á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vísir greindi í gærkvöldi frá væringum í Hvíta húsinu, frá blaðamannafundi þegar Trump veittist að fréttamanni CNN og kallaði hann fyrirlitlegan einstakling. Og endurtók það sem hann hefur oft áður sagt að CNN flytji falsfréttir. Í kjölfarið var svo sá fréttamaður sviptur blaðamannapassa sínum þeim sem veitti honum aðgang að Hvíta húsinu.Ýmsir fjölmiðlamenn furða sig á skrifum Davíðs Oddssonar og gengur Gísli Marteinn svo langt að telja þau ógn við lýðræðið.Davíð hefur fullan skilning á þessum viðbrögðum Trumps. „Þá er umtöluðum kosningum lokið í Bandaríkjunum. Flestir öflugustu fjölmiðlar landsins hafa hamast gegn Trump forseta af miskunnarleysi og furðulega hömlulaust frá því að eigendur þeirra og ritstjórnir vöknuðu upp við þann vonda draum að þeirra frambjóðandi, Hillary Clinton, tapaði fyrir honum þvert á spár.“Beinir hinu napra háði að RÚV Ef marka má leiðaraskrifin er Davíð er skoðanabróðir Trumps í því sem snýr að fjölmiðlum. Hann segir fjölskyldu Trumps elta á röndum og sæti harðri gagnrýni og fróðlegt sé að bera það saman við „dekur fjölmiðla við sambærilegar fjölskyldur úr þóknanlegum áttum.“ Þá beinir Davíð spjótum sínum að íslenskum fjölmiðlum, að hætti hússins, með nöpru háði en þá segir hann hafa smitast af slíkri fjölmiðlum; „var með nokkrum ólíkindum að hlusta á talsmáta sérfræðings frá H.Í. í aðalfréttatíma „RÚV“, hins fræga „öryggisventils“ þjóðarinnar, um kosningaúrslitin.Meðal þeirra sem furða sig á leiðaraskrifum Morgunblaðsins eru þeir Gísli Marteinn og Þórður Snær.Var það hvergi nærri því að vera boðlegt. Trump forseti hefur þegar lýst yfir „glæsilegum sigri“ í þessum kosningum. Fleiri en gárungarnir kynnu að segja að það myndi hann hafa gert hver svo sem úrslitin hefðu verið. Og slíkt væri jú stjórnmálamanna háttur og væri Trump fremstur meðal jafningja hvað það snerti.“Fjölmiðlamenn furða sig á leiðaraskrifum Moggans Ýmsir hafa furðað sig á þessum skrifum og meðal þeirra er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir á Twitter að ritstjóri „stærsta Morgunblaðsins, sem er í vikulegri frídreifingu í dag, telur meginstraumsfjölmiðla vera gerendur gagnvart fórnarlambinu Trump, sem er farinn að meina fjölmiðlum sem spyrja erfiðra spurninga aðgengi, lýgur staðfest oft á dag og kallar fjölmiðla óvini fólksins.“ Annar fjölmiðlamaður sem telur þennan boðskap sæta furðu er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður á Ríkissjónvarpinu: „Það er með miklum ólíkindum að Morgunblaðið skuli styðja þennan mann með ráðum og dáð, og alveg sérstaklega í baráttu hans gegn öflugum fjölmiðlum sem spyrja mikilvægra spurninga. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu.Ritstjóri stærsta Morgunblaðsins, sem er í vikulegri frídreifingu í dag, telur meginstraumsfjölmiðla vera gerendur gagnvart fórnarlambinu Trump, sem er farinn að meina fjölmiðlum sem spyrja erfiðra spurninga aðgengi, lýgur staðfest oft á dag og kallar fjölmiðla óvini fólksins. pic.twitter.com/p8pBG4nbmo— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 8, 2018 Það er með miklum ólíkindum að Morgunblaðið skuli styðja þennan mann með ráðum og dáð, og alveg sérstaklega í baráttu hans gegn öflugum fjölmiðlum sem spyrja mikilvægra spurninga. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu. https://t.co/9AKwJMjYMl— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 8, 2018 Fjölmiðlar Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Leiðari Morgunblaðsins í morgun, sem að öllum líkindum er ritaður af öðru ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra Íslands með meiru, hefur vakið mikla athygli. Davíð hellir sér yfir fjölmiðla og segir þá hafa hamast á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vísir greindi í gærkvöldi frá væringum í Hvíta húsinu, frá blaðamannafundi þegar Trump veittist að fréttamanni CNN og kallaði hann fyrirlitlegan einstakling. Og endurtók það sem hann hefur oft áður sagt að CNN flytji falsfréttir. Í kjölfarið var svo sá fréttamaður sviptur blaðamannapassa sínum þeim sem veitti honum aðgang að Hvíta húsinu.Ýmsir fjölmiðlamenn furða sig á skrifum Davíðs Oddssonar og gengur Gísli Marteinn svo langt að telja þau ógn við lýðræðið.Davíð hefur fullan skilning á þessum viðbrögðum Trumps. „Þá er umtöluðum kosningum lokið í Bandaríkjunum. Flestir öflugustu fjölmiðlar landsins hafa hamast gegn Trump forseta af miskunnarleysi og furðulega hömlulaust frá því að eigendur þeirra og ritstjórnir vöknuðu upp við þann vonda draum að þeirra frambjóðandi, Hillary Clinton, tapaði fyrir honum þvert á spár.“Beinir hinu napra háði að RÚV Ef marka má leiðaraskrifin er Davíð er skoðanabróðir Trumps í því sem snýr að fjölmiðlum. Hann segir fjölskyldu Trumps elta á röndum og sæti harðri gagnrýni og fróðlegt sé að bera það saman við „dekur fjölmiðla við sambærilegar fjölskyldur úr þóknanlegum áttum.“ Þá beinir Davíð spjótum sínum að íslenskum fjölmiðlum, að hætti hússins, með nöpru háði en þá segir hann hafa smitast af slíkri fjölmiðlum; „var með nokkrum ólíkindum að hlusta á talsmáta sérfræðings frá H.Í. í aðalfréttatíma „RÚV“, hins fræga „öryggisventils“ þjóðarinnar, um kosningaúrslitin.Meðal þeirra sem furða sig á leiðaraskrifum Morgunblaðsins eru þeir Gísli Marteinn og Þórður Snær.Var það hvergi nærri því að vera boðlegt. Trump forseti hefur þegar lýst yfir „glæsilegum sigri“ í þessum kosningum. Fleiri en gárungarnir kynnu að segja að það myndi hann hafa gert hver svo sem úrslitin hefðu verið. Og slíkt væri jú stjórnmálamanna háttur og væri Trump fremstur meðal jafningja hvað það snerti.“Fjölmiðlamenn furða sig á leiðaraskrifum Moggans Ýmsir hafa furðað sig á þessum skrifum og meðal þeirra er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir á Twitter að ritstjóri „stærsta Morgunblaðsins, sem er í vikulegri frídreifingu í dag, telur meginstraumsfjölmiðla vera gerendur gagnvart fórnarlambinu Trump, sem er farinn að meina fjölmiðlum sem spyrja erfiðra spurninga aðgengi, lýgur staðfest oft á dag og kallar fjölmiðla óvini fólksins.“ Annar fjölmiðlamaður sem telur þennan boðskap sæta furðu er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður á Ríkissjónvarpinu: „Það er með miklum ólíkindum að Morgunblaðið skuli styðja þennan mann með ráðum og dáð, og alveg sérstaklega í baráttu hans gegn öflugum fjölmiðlum sem spyrja mikilvægra spurninga. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu.Ritstjóri stærsta Morgunblaðsins, sem er í vikulegri frídreifingu í dag, telur meginstraumsfjölmiðla vera gerendur gagnvart fórnarlambinu Trump, sem er farinn að meina fjölmiðlum sem spyrja erfiðra spurninga aðgengi, lýgur staðfest oft á dag og kallar fjölmiðla óvini fólksins. pic.twitter.com/p8pBG4nbmo— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 8, 2018 Það er með miklum ólíkindum að Morgunblaðið skuli styðja þennan mann með ráðum og dáð, og alveg sérstaklega í baráttu hans gegn öflugum fjölmiðlum sem spyrja mikilvægra spurninga. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu. https://t.co/9AKwJMjYMl— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 8, 2018
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent