Flugvélin strax framleigð og aldrei í notkun hér á landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 13:11 Farþegum og áhöfn var siglt í land á bátum. Vísir/AP Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er. Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er.
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32