Palestínsk yfirvöld sögð pynta gagnrýnendur og andstæðinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 13:06 Meðlimir í öryggissveitum sem eru hliðhollar Hamas á bæn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq. Palestína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq.
Palestína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira