Palestínsk yfirvöld sögð pynta gagnrýnendur og andstæðinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 13:06 Meðlimir í öryggissveitum sem eru hliðhollar Hamas á bæn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq. Palestína Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq.
Palestína Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira