Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:30 Frá framkvæmdunum við Birkimel á mánudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg Skipulag Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg
Skipulag Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira