Óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum hjá lögreglu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 07:00 Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fréttablaðið/Anton Brink Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30