Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. janúar 2018 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“ Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“
Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira