Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. janúar 2018 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“ Lögreglumál Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“
Lögreglumál Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira