Veigar Páll á kaflaskilum: Sárt að rifja upp viðskilnaðinn við landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2018 12:30 Veigar í leik með Stjörnunni. vísir/hanna Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira