Vara við afskiptum Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/AFP Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent