Trump gefur lítið fyrir bókina Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:44 Einhver eldfimustu ummælin úr nýju bókinni koma úr munni Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa forsetans, sem sést hér með Donald Trump. VÍSIR/GETTY Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52