Ábendingar um að Icelandair hafi ekki að fullu farið eftir verkferlum í verkfalli flugvirkja Gissur Sigurðsson skrifar 5. janúar 2018 14:04 Umtalsverðar tafir mynduðust á Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Vísir/Vilhelm Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins. Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins.
Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51