Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 16:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Sigríður hélt erindi á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Eitt af því sem við höfum gert er að þetta er nú yfirlýstur áherslumálaflokkur,“ sem Sigríður segir að geri málaflokkinn áberandi innanhúss. Markviss þjálfun og fræðsla hafi verið í deildinni og rannsóknarlögreglumönnum fjölgað. „Stærsta breytingin var að fækka málategundum í deildinni. Í deildinni áður, þó að hún héti kynferðisbrotadeild, þá voru til dæmis manndráp rannsökuð í deildinni. Þið getið ímyndað ykkur, það eru stærstu málin okkar, það voru fjögur á þessu ári.“ Segir Sigríður að ef að starfsfólk kynferðisbrotadeildar hefði verið að rannsaka þessi mál þá hefðu öll önnur mál beðið á meðan. „Heimilisofbeldismál voru líka rannsökuð í þessari deild, en þá voru þau um það bil 20 á mánuði. Núna eru þau 58 að meðaltali á mánuði.“ Þessi mál eru nú á öðrum stað í starfseminni til þess að létta á kynferðisbrotadeildinni. Einnig sé búið að horfa meira á þverfaglegt samstarf en áður. „Sári sannleikurinn í þessu máli er sá að það eru margfalt fleiri sem að leita til Neyðarmóttöku heldur en þeir sem leita til lögreglu og þú ferð ekki til Neyðarmóttöku nema að þú teljir þig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Sigríður segir að þetta sé gjá sem þurfi að brúa. „Við teljum að þverfaglegt samstarf sé algjör lykill í því.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50