Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Tara Lovísa, Aðalbjörg Birna, Jóhann Patrik og Jökull Myrkvi ásamt hundunum sjö „Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira