Erlent

800.000 hafa flúið heimili sín

Bergþór Másson skrifar
350 manns hafa látið lífið og um 800.000 hafa þurft að flýja heimili sín í mannskæðustu flóðum í sögu Kerala héraðs í Indlandi.

Um það bil 4000 neyðarbúðum hefur verið komið upp fyrir þá sem hafa þurft að flýja heimili sín.

Flóðin hafa orðið meira en þriggja metra há í sumum bæjum.

Yfirvöld segja björgunaraðgerðir á fullu en óvíst er hvenær ástandið muni verða öruggt.


Tengdar fréttir

Verstu flóð í 100 ár

324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár

Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs

Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga.

Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi

Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×