Saumaklúbburinn geri Kristbjörgu vanhæfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 07:43 Magnús Guðmundsson veltir fyrir sér tengslum Kristbjargar Stephensen við Markús Sigurbjörnsson. Vísir Trompa boð í skírnir og fermingarveislur saumaklúbba? Eftir hversu margra áratuga vinskap verða vinir maka vanhæfir? Þetta eru meðal spurninga sem brenna á Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og sakborningi í Al Thani-málinu svokallaða.Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag gerir hann meint vanhæfi formanns endurupptöknefndar, Kristarbjargar Stephensen, að umfjöllunarefni sínu en Magnús hefur krafist þess að nefndin taki endurupptöku á Al Thani-málinu til umfjöllunar. Undir lok síðasta árs var endurupptökukröfu Ólafs Ólafssonar á málinu hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þeirra þátta sem héraðsdómur féllst ekki á í rökstuðningi Ólafs laut að fyrrnefndu hæfi Kristbjargar. Magnús segir hins vegar í grein sinni Kristbjörgu vera nána vinkonu Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnsýslurétti, en hún er eiginkona hæstarréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Hann var dómsformaður þegar Al Thani-málið var rekið fyrir Hæstarétti og þáverandi forseti dómstólsins. Sjá einnig: Hæfilegt óvanhæfi Magnús segist upphaflega ekki hafa ætlað að gera „veður út af augljósu vanhæfi“ Kristbjargar til að fjalla um málið, í ljósi vinskaparins, en runnið hafi á hann tvær grímur þegar honum barst bréf frá endurupptökunefnd.Björg Thorarensen er eiginkona Markúsar Sigurbjörnssonar.Í því var honum tjáð að tveir meðlimir nefndarinnar hafi beðist lausnar sökum vanhæfis sem annars vegar laut að fyrri aðkomu að málinu og hins vegar kunningskap við Magnús. Í ljósi þessa hafi hann talið eðlilegt að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir Magnús og bætir við að þær hafi þar að auki við saman í saumaklúbbi - „sem hittist oft á hverju ári,“ að sögn Magnúsar. Þetta þyki honum til marks um að vanhæfi nái yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Í greininni vísar Magnús til niðurstöðu héraðsdómarans Ásmundar Helgasonar sem taldi Kristbjörgu ekki vanhæfa til að fjalla um mál Markúsar. Magnús segir hana hafa borið fyrir sig fyrir rétti að hún þekki Markús aðeins sem eiginmann vinkonu sinnar. „Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra!“ skrifar Magnús. „Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans!“ segir Magnúsar en grein hans má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Hæfilegt óvanhæfi Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Trompa boð í skírnir og fermingarveislur saumaklúbba? Eftir hversu margra áratuga vinskap verða vinir maka vanhæfir? Þetta eru meðal spurninga sem brenna á Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og sakborningi í Al Thani-málinu svokallaða.Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag gerir hann meint vanhæfi formanns endurupptöknefndar, Kristarbjargar Stephensen, að umfjöllunarefni sínu en Magnús hefur krafist þess að nefndin taki endurupptöku á Al Thani-málinu til umfjöllunar. Undir lok síðasta árs var endurupptökukröfu Ólafs Ólafssonar á málinu hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þeirra þátta sem héraðsdómur féllst ekki á í rökstuðningi Ólafs laut að fyrrnefndu hæfi Kristbjargar. Magnús segir hins vegar í grein sinni Kristbjörgu vera nána vinkonu Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnsýslurétti, en hún er eiginkona hæstarréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Hann var dómsformaður þegar Al Thani-málið var rekið fyrir Hæstarétti og þáverandi forseti dómstólsins. Sjá einnig: Hæfilegt óvanhæfi Magnús segist upphaflega ekki hafa ætlað að gera „veður út af augljósu vanhæfi“ Kristbjargar til að fjalla um málið, í ljósi vinskaparins, en runnið hafi á hann tvær grímur þegar honum barst bréf frá endurupptökunefnd.Björg Thorarensen er eiginkona Markúsar Sigurbjörnssonar.Í því var honum tjáð að tveir meðlimir nefndarinnar hafi beðist lausnar sökum vanhæfis sem annars vegar laut að fyrri aðkomu að málinu og hins vegar kunningskap við Magnús. Í ljósi þessa hafi hann talið eðlilegt að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir Magnús og bætir við að þær hafi þar að auki við saman í saumaklúbbi - „sem hittist oft á hverju ári,“ að sögn Magnúsar. Þetta þyki honum til marks um að vanhæfi nái yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Í greininni vísar Magnús til niðurstöðu héraðsdómarans Ásmundar Helgasonar sem taldi Kristbjörgu ekki vanhæfa til að fjalla um mál Markúsar. Magnús segir hana hafa borið fyrir sig fyrir rétti að hún þekki Markús aðeins sem eiginmann vinkonu sinnar. „Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra!“ skrifar Magnús. „Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans!“ segir Magnúsar en grein hans má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Hæfilegt óvanhæfi Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu. 13. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira