Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 17:23 Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira