Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 17:47 Útsýnið af Skálafelli yfir höfuðborgina. Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00