Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 20:30 Að plokka verður æ vinsælla. Vísir/Anton Brink Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu. Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30