Kepler-geimsjónaukinn loks allur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 22:38 Enn gætu þúsundir fjarreikistjörnur fundist í athugunum Kepler-sjónaukans sem er þegar afkastamesti könnuður þeirra. Vísir/EPA Níu ára leiðangri Kepler-geimsjónaukans lýkur formlega á næstu tveimur vikum eftir að hann kláraði eldsneyti sitt. Leiðangurinn er ein sá árangursríkasti í sögu geimkönnunar mannkynsins. Sjónaukinn hefur fundið stærsta hluta þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem menn þekkja og þúsundir til viðbótar gætu enn fundist í athugunum Kepler. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að eldsneyti Kepler væri loks á þrotum. Sjónaukinn verði tekinn úr notkun á næstu vikunni eða tveimur, að því er kemur fram í frétt Space.com. Kepler var skotið á loft í mars árið 2009 en markmið hans var að leita að reikistjörnum á braut um fjarlægar stjörnur í Vetrarbrautinni. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjú og hálft ár. Hann var hins vegar ítrekað framlengdur, jafnvel eftir að bilun kom upp í tveimur jafnvægishjólum sjónaukans sem notuð voru til að beina honum og halda stöðugum árin 2012 og 2013. Verkfræðingar fundu hins vegar hugvitsamlega lausn þar sem þeir notuðu þrýsting sólarljóss til þess að halda sjónaukanum stöðugum og lengja líf hans. Á þessu seinna skeiði sínu uppgötvaði Kepler þúsundir reikistjarna til viðbótar.Staðfesti trú vísindamanna á aðra heima Eins og stendur hafa 70% af þeim 3.800 fjarreikistjörnum sem stjörnufræðingar hafa staðfesta vitneskju um fundist með athugunum Kepler, alls 2.681. Enn bíða 2.900 mögulegar fjarreikistjörnur sem Kepler fann staðfestingar. Kepler notaði svonefnda þvergönguaðferð til að koma auga á fjarreikistjörnurnar. Sjónaukanum var beint að stóru svæði á næturhimninum og leitaði að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem gætu hafa verið merki um að reikistjarna hafi gengið á milli stjörnunnar og jarðarinnar.Athuganir Kepler leiddu í ljós að Vetrarbrautin er stútfull af reikistjörnum. Margar þeirra líkjast jörðinni eins og Kepler 186f. Svona ímyndar teiknari NASA sér reikistjörnuna sem er með svipaðan radíus og jörðin.Vísir/EPAÞannig hefur Kepler veitt mönnum skýrari sýn á hvernig Vetrarbrautin er uppbyggð. Athuganir sjónaukans benda til þess að reikistjörnur séu mun fleiri en sólstjörnur, allt að fjögur hundruð milljónir, og að reikistjörnur sem líkjast jörðinni sé algengar. Þessi fjarlægju sólkerfi eru ennfremur mun fjölbreyttari en vísindamenn óraði fyrir. Charlie Sobeck, aðalverkfræðingur Kepler-leiðangursins, segir við Washington Post að hann hafi alltaf haft trú á að fjölda reikistjarna væri að finna í Vetrarbrautinni. Kepler hafi fært vissu fyrir þeirri trú. „Kepler sýndi mér að að það eru virkilega til reikistjörnur af öllum tegundum. Sú þekking er svo ólík trú,“ segir Sobeck.Arftakinn á að finna þúsundir reikistjarna til viðbótar Örlög Kepler verða kaldrannaleg, bókstaflega. Sjónaukinn er um 151 milljón kílómetra á eftir jörðinni á braut hennar um sólina og heldur sömu braut um fyrirsjáanlega framtíð. Til samanburðar er tunglið um 384.000 kílómetra frá jörðinni. Geimfarið mun svo reika um í nístingskulda geimsins um ókomna framtíð. „Þetta var litla geimfarið sem gat. Það gerði alltaf það sem við báðum það um og stundum meira til,“ segir Jessie Dotson, einn vísindamannanna sem störfuðu við leiðangurinn. Miklar væntingar eru gerðar til arftaka Keplers, TESS-geimfarsins (Transiting Exoplanet Survey Satellite) sem NASA skaut á loft í vor. Vonir standa til að það gæti fundið allt að tíu þúsund fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira
Níu ára leiðangri Kepler-geimsjónaukans lýkur formlega á næstu tveimur vikum eftir að hann kláraði eldsneyti sitt. Leiðangurinn er ein sá árangursríkasti í sögu geimkönnunar mannkynsins. Sjónaukinn hefur fundið stærsta hluta þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem menn þekkja og þúsundir til viðbótar gætu enn fundist í athugunum Kepler. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að eldsneyti Kepler væri loks á þrotum. Sjónaukinn verði tekinn úr notkun á næstu vikunni eða tveimur, að því er kemur fram í frétt Space.com. Kepler var skotið á loft í mars árið 2009 en markmið hans var að leita að reikistjörnum á braut um fjarlægar stjörnur í Vetrarbrautinni. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjú og hálft ár. Hann var hins vegar ítrekað framlengdur, jafnvel eftir að bilun kom upp í tveimur jafnvægishjólum sjónaukans sem notuð voru til að beina honum og halda stöðugum árin 2012 og 2013. Verkfræðingar fundu hins vegar hugvitsamlega lausn þar sem þeir notuðu þrýsting sólarljóss til þess að halda sjónaukanum stöðugum og lengja líf hans. Á þessu seinna skeiði sínu uppgötvaði Kepler þúsundir reikistjarna til viðbótar.Staðfesti trú vísindamanna á aðra heima Eins og stendur hafa 70% af þeim 3.800 fjarreikistjörnum sem stjörnufræðingar hafa staðfesta vitneskju um fundist með athugunum Kepler, alls 2.681. Enn bíða 2.900 mögulegar fjarreikistjörnur sem Kepler fann staðfestingar. Kepler notaði svonefnda þvergönguaðferð til að koma auga á fjarreikistjörnurnar. Sjónaukanum var beint að stóru svæði á næturhimninum og leitaði að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem gætu hafa verið merki um að reikistjarna hafi gengið á milli stjörnunnar og jarðarinnar.Athuganir Kepler leiddu í ljós að Vetrarbrautin er stútfull af reikistjörnum. Margar þeirra líkjast jörðinni eins og Kepler 186f. Svona ímyndar teiknari NASA sér reikistjörnuna sem er með svipaðan radíus og jörðin.Vísir/EPAÞannig hefur Kepler veitt mönnum skýrari sýn á hvernig Vetrarbrautin er uppbyggð. Athuganir sjónaukans benda til þess að reikistjörnur séu mun fleiri en sólstjörnur, allt að fjögur hundruð milljónir, og að reikistjörnur sem líkjast jörðinni sé algengar. Þessi fjarlægju sólkerfi eru ennfremur mun fjölbreyttari en vísindamenn óraði fyrir. Charlie Sobeck, aðalverkfræðingur Kepler-leiðangursins, segir við Washington Post að hann hafi alltaf haft trú á að fjölda reikistjarna væri að finna í Vetrarbrautinni. Kepler hafi fært vissu fyrir þeirri trú. „Kepler sýndi mér að að það eru virkilega til reikistjörnur af öllum tegundum. Sú þekking er svo ólík trú,“ segir Sobeck.Arftakinn á að finna þúsundir reikistjarna til viðbótar Örlög Kepler verða kaldrannaleg, bókstaflega. Sjónaukinn er um 151 milljón kílómetra á eftir jörðinni á braut hennar um sólina og heldur sömu braut um fyrirsjáanlega framtíð. Til samanburðar er tunglið um 384.000 kílómetra frá jörðinni. Geimfarið mun svo reika um í nístingskulda geimsins um ókomna framtíð. „Þetta var litla geimfarið sem gat. Það gerði alltaf það sem við báðum það um og stundum meira til,“ segir Jessie Dotson, einn vísindamannanna sem störfuðu við leiðangurinn. Miklar væntingar eru gerðar til arftaka Keplers, TESS-geimfarsins (Transiting Exoplanet Survey Satellite) sem NASA skaut á loft í vor. Vonir standa til að það gæti fundið allt að tíu þúsund fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36