Aron Jóhanns: Ég væri líka alveg til í að spila í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 15:00 Aron Jóhannsson fagnar marki sínu á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira
Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira