Eyjamenn mættu FH-ingum í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær og endurtóku leikinn frá því nákvæmlega einu ári fyrr. Sami maður var líka hetja gærdagsins.
FH-ingar leggja eflaust fram ósk við mótastjóra KSÍ á næsta ári að þurfa ekki að spila við Eyjamenn 12. ágúst árið 2019.
Eyjamenn tryggði sér magnaða 12. ágúst tvennu á Kaplakrikavelli í gær þegar þeir unnu 2-0 sigur á FH í 16. umferð Pepsi deildar karla.
Tvö ár í röð hefur ÍBV-liðið nú unnið óvæntan sigur á FH á þessum degi. Eyjaliðið hefur haldið marki sínu hreinu í báðum leikjunum og í því báðum hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson verið á skotskónum á lokamínútum fyrri hálfleiks.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í fyrra með eina marki bikarúrslitaleiksins á móti FH á 37. mínútu.
Í báðum leikjunum átti Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu stóran þátt í undirbúningnum í fyrsta marki leiksins.
Mörkin má sjá hér að neðan.
FH-liðið missti hinsvegar af bikarnum á þessum degi í fyrra og missti síðan í gær af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Tólfta ágúst tvenna ÍBV á móti FH
12. ágúst 2017
ÍBV vinnur 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum
- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með sigurmarkið á 37. mínútu
12. ágúst 2018
ÍBV vinnur 2-0 sigur á FH í Pepsi-deildinni
- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með mörkin á 39. og 45. mínútu