Skila fjárframlögum eftir fréttir af grófri áreitni: Sagt að fara úr nærbuxunum og dansa uppi á borði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 16:18 Hinn árlegi góðgerðarkvöldverður President's Club fór fram á Dorchester hótelinu í London þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Getty Góðgerðarkvöldverður The President‘s Club hefur verið fastur liður í viðburðardagatali þotuliðsins í London í 33 ár. Hingað til hefur lítið verið vitað um það sem fer fram á kvöldverðunum þar sem einungis körlum er boðið og fé er safnað til styrktar hinum ýmsu góðgerðafélögum. Í kjölfar umfjöllunar Financial Times um grófa kynferðislega áreitni veislugesta hefur Great Ormond Street barnaspítalinn, sem átti að njóta góðs af söfnun ársins, hafnað fénu. Einungis karlmenn fá boð á viðburðinn og þann 18. janúar síðastliðinn voru 360 karlmenn úr breskum stjórnmálum, viðskiptum og skemmtanaiðnaðinum samankomnir á Dorchester hótelinu í London. Þar voru einnig 130 konur sem höfðu verið ráðnar til að þjóna. Konunum var fyrirskipað að vera í klæðlitlum svörtum fötum, undirfatnaði í stíl og háum hælum. Meðal þess sem hægt var að bjóða í til að styrkja starfsemi barnaspítalans var hádegisverður með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kvöldstund á strippstaðnum Windmill í SoHo og lítaaðgerð með boðinu um að „krydda upp á eiginkonuna.“Sagt sig frá nefndarsetu Í ítarlegri úttekt Financial Times er því lýst að viðburðurinn hafi staðið yfir í sex klukkutíma og þar hafi verið káfað á þjónunum, þær fengið að heyra grófar athugasemdir og einhverjir gestanna gerðust svo kræfir að bjóða þeim upp á hótelherbergi. Nokkrar sögðu að gestir hefðu farið með hendur undir pils þeirra og ein sagði að einn gestur hefði berað sig fyrir henni. „Þú lítur út fyrir að vera of allsgáð,“ á einn þekktur maður að hafa sagt við eina þjónustustúlkuna. Hann hafi því næst fyllt glasið af hennar af kampavíni, togaði hana að sér og sagði „Ég vil að þú klárir úr glasinu, rífir af þér nærbuxurnar og dansir á þessu borði þarna.“ Umfjöllun FT hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð og hefur David Meller, annar skipuleggjenda, sagt sig frá nefndarsetu fyrir menntamálaráðuneyti Bretlands. Anne Milton, ráðherra Bretlands varðandi málefni kvenna, sagði að ákvörðun Meller að stíga til hliðar hafi verið það rétta í stöðunni. Hún sagði að slík hegðun væri fullkomlega óásættanleg. „Mér finnst merkilegt að ásakanir um hegðun af þessu tagi séu enn að líta dagsins ljós á 21. öldinni,“ sagði ráðherrann. „Konur eiga rétt á því að vera öruggar á hvaða vinnustað sem er.“Vilja ekki sjá féð Um 20 milljónir punda eða tæpir 2,3 milljarðar íslenskra króna, hafa safnast á hverju ári á kvöldverði The President‘s Club í þágu góðgerðarmála tengdum börnum. Meðal þeirra stofnana sem hafa notið góðs af eru Great Ormond Street spítalinn og Evelina London barnaspítalinn. Báðir spítalarnir hafa nú gefið út að þeir muni skila þeim fjárframlögum sem borist hafa frá samtökunum í kjölfar umfjöllunarinnar. Talskona Great Ormond Street segir að umfjöllun FT hafi komið þeim í opna skjöldu, þau tengdust viðburðinum ekki á neinn hátt og myndu ekki taka við fjárframlögum. „Við myndum aldrei taka við fé sem væri aflað með þessum hætti,“ sagði talskona spítalans. Grínistinn og barnabókahöfundurinn David Walliams var kynnir kvöldsins og hefur hann sætt harðri gagnrýni fyrir þátttöku sina. Meðal þess sem gestir gátu boðið í á uppboði var tækifæri til að nefna persónu í næstu barnabók Walliams. Walliams sagði á Twitter síðu sinni að hann hefði einungis verið þar í vinnu en ekki sem gestur. Hann hafi yfirgefið hótelið um leið og skyldum hans hafi verið lokið klukkan hálf tólf og að hann sé hneykslaður á því sem fram hafi komið.1) Last Thursday night I hosted the Presidents Club annual charity fundraiser. I agreed to host as it is one of the biggest charity fund raising events of the year. I was there in a strictly professional capacity and not as a guest.— David Walliams (@davidwalliams) January 24, 2018 2) I left immediately after I had finished my presenting on stage at 11.30pm. I did not witness any of the kind of behaviour that allegedly occurred and am absolutely appalled by the reports.— David Walliams (@davidwalliams) January 24, 2018 WPP, stærsta auglýsingastofa heims, mun jafnframt ekki styðja viðburðinn framar. WPP keypti borð á kvöldverðinum í síðustu viku. Sir Martin Sorrell, framkvæmdastjóri WPP, sagði í samtali við BBC að hann hefði sjálfur ekki verið viðstaddur en að gestir hans hafi ekki orðið varir við áreitni og að hann hafi aldrei orðið vitni að slíku á viðburðum klúbbsins. The President‘s Club segist ætla að rannsaka ásakanirnar og Dorchester hótelið einnig. Talsmaður umboðsskrifstofunnar Artista, sem skaffaði starfsfólk á viðburðinn segist ekki hafa verið meðvitaður um ásakanir um kynferðislega áreitni en að sú hegðun sem gestir séu sakaðir um sé fullkomlega óásættanleg. Þá hafi bæklingi verið dreift til allra gesta þar sem fram hafi komið að áreitni af nokkru tagi gagnvart starfsfólki yrði ekki liðin. Í frétt FT segir hins vegar að vel hafi verið fylgst með störfum þjónustustúlknanna og að einkennisklæddir öryggisverðir hafi gengið um veislusalinn og passað að þær hafi talað nægilega mikið við gesti. Fyrir utan salernin hafi annar öryggisvörður beðið og passað upp á að þær eyddu ekki of miklum tíma þar inni. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Góðgerðarkvöldverður The President‘s Club hefur verið fastur liður í viðburðardagatali þotuliðsins í London í 33 ár. Hingað til hefur lítið verið vitað um það sem fer fram á kvöldverðunum þar sem einungis körlum er boðið og fé er safnað til styrktar hinum ýmsu góðgerðafélögum. Í kjölfar umfjöllunar Financial Times um grófa kynferðislega áreitni veislugesta hefur Great Ormond Street barnaspítalinn, sem átti að njóta góðs af söfnun ársins, hafnað fénu. Einungis karlmenn fá boð á viðburðinn og þann 18. janúar síðastliðinn voru 360 karlmenn úr breskum stjórnmálum, viðskiptum og skemmtanaiðnaðinum samankomnir á Dorchester hótelinu í London. Þar voru einnig 130 konur sem höfðu verið ráðnar til að þjóna. Konunum var fyrirskipað að vera í klæðlitlum svörtum fötum, undirfatnaði í stíl og háum hælum. Meðal þess sem hægt var að bjóða í til að styrkja starfsemi barnaspítalans var hádegisverður með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kvöldstund á strippstaðnum Windmill í SoHo og lítaaðgerð með boðinu um að „krydda upp á eiginkonuna.“Sagt sig frá nefndarsetu Í ítarlegri úttekt Financial Times er því lýst að viðburðurinn hafi staðið yfir í sex klukkutíma og þar hafi verið káfað á þjónunum, þær fengið að heyra grófar athugasemdir og einhverjir gestanna gerðust svo kræfir að bjóða þeim upp á hótelherbergi. Nokkrar sögðu að gestir hefðu farið með hendur undir pils þeirra og ein sagði að einn gestur hefði berað sig fyrir henni. „Þú lítur út fyrir að vera of allsgáð,“ á einn þekktur maður að hafa sagt við eina þjónustustúlkuna. Hann hafi því næst fyllt glasið af hennar af kampavíni, togaði hana að sér og sagði „Ég vil að þú klárir úr glasinu, rífir af þér nærbuxurnar og dansir á þessu borði þarna.“ Umfjöllun FT hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð og hefur David Meller, annar skipuleggjenda, sagt sig frá nefndarsetu fyrir menntamálaráðuneyti Bretlands. Anne Milton, ráðherra Bretlands varðandi málefni kvenna, sagði að ákvörðun Meller að stíga til hliðar hafi verið það rétta í stöðunni. Hún sagði að slík hegðun væri fullkomlega óásættanleg. „Mér finnst merkilegt að ásakanir um hegðun af þessu tagi séu enn að líta dagsins ljós á 21. öldinni,“ sagði ráðherrann. „Konur eiga rétt á því að vera öruggar á hvaða vinnustað sem er.“Vilja ekki sjá féð Um 20 milljónir punda eða tæpir 2,3 milljarðar íslenskra króna, hafa safnast á hverju ári á kvöldverði The President‘s Club í þágu góðgerðarmála tengdum börnum. Meðal þeirra stofnana sem hafa notið góðs af eru Great Ormond Street spítalinn og Evelina London barnaspítalinn. Báðir spítalarnir hafa nú gefið út að þeir muni skila þeim fjárframlögum sem borist hafa frá samtökunum í kjölfar umfjöllunarinnar. Talskona Great Ormond Street segir að umfjöllun FT hafi komið þeim í opna skjöldu, þau tengdust viðburðinum ekki á neinn hátt og myndu ekki taka við fjárframlögum. „Við myndum aldrei taka við fé sem væri aflað með þessum hætti,“ sagði talskona spítalans. Grínistinn og barnabókahöfundurinn David Walliams var kynnir kvöldsins og hefur hann sætt harðri gagnrýni fyrir þátttöku sina. Meðal þess sem gestir gátu boðið í á uppboði var tækifæri til að nefna persónu í næstu barnabók Walliams. Walliams sagði á Twitter síðu sinni að hann hefði einungis verið þar í vinnu en ekki sem gestur. Hann hafi yfirgefið hótelið um leið og skyldum hans hafi verið lokið klukkan hálf tólf og að hann sé hneykslaður á því sem fram hafi komið.1) Last Thursday night I hosted the Presidents Club annual charity fundraiser. I agreed to host as it is one of the biggest charity fund raising events of the year. I was there in a strictly professional capacity and not as a guest.— David Walliams (@davidwalliams) January 24, 2018 2) I left immediately after I had finished my presenting on stage at 11.30pm. I did not witness any of the kind of behaviour that allegedly occurred and am absolutely appalled by the reports.— David Walliams (@davidwalliams) January 24, 2018 WPP, stærsta auglýsingastofa heims, mun jafnframt ekki styðja viðburðinn framar. WPP keypti borð á kvöldverðinum í síðustu viku. Sir Martin Sorrell, framkvæmdastjóri WPP, sagði í samtali við BBC að hann hefði sjálfur ekki verið viðstaddur en að gestir hans hafi ekki orðið varir við áreitni og að hann hafi aldrei orðið vitni að slíku á viðburðum klúbbsins. The President‘s Club segist ætla að rannsaka ásakanirnar og Dorchester hótelið einnig. Talsmaður umboðsskrifstofunnar Artista, sem skaffaði starfsfólk á viðburðinn segist ekki hafa verið meðvitaður um ásakanir um kynferðislega áreitni en að sú hegðun sem gestir séu sakaðir um sé fullkomlega óásættanleg. Þá hafi bæklingi verið dreift til allra gesta þar sem fram hafi komið að áreitni af nokkru tagi gagnvart starfsfólki yrði ekki liðin. Í frétt FT segir hins vegar að vel hafi verið fylgst með störfum þjónustustúlknanna og að einkennisklæddir öryggisverðir hafi gengið um veislusalinn og passað að þær hafi talað nægilega mikið við gesti. Fyrir utan salernin hafi annar öryggisvörður beðið og passað upp á að þær eyddu ekki of miklum tíma þar inni.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila