Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 21:00 Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur. Umhverfismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur.
Umhverfismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira