Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 21:00 Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur. Umhverfismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur.
Umhverfismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira