Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2018 19:45 Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september. Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september.
Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15