Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 15:15 Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. V'isir/Vilhelm Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15