Heimi og KSÍ greinir á um bónusgreiðslur vegna HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2018 09:00 Guðni Bergsson og Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira