Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 14:38 Davis lagði hart að May forsætisráðherra að kveða skýrt á um tímamörk fyrir varaáætlun ef samningar nást ekki við ESB um viðskipti eftir Brexit. Vísir/Getty Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB. Brexit Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB.
Brexit Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent