Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57