Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 14:57 Nýju lögin eru byggð á fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum Vísir/Getty Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp. Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp.
Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00
Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00
Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30