Trump-liðar kæra Kaliforníu vegna nethlutleysis Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 16:45 Ajit Pai, forstjóri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, segir lög Kaliforníu um nethlutleysi koma niður á neytendum. EPA/JIM LO SCALZO Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira