Trump-liðar kæra Kaliforníu vegna nethlutleysis Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 16:45 Ajit Pai, forstjóri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, segir lög Kaliforníu um nethlutleysi koma niður á neytendum. EPA/JIM LO SCALZO Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira