Sýrlenskir uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra hafa byrjað að yfirgefa Harasta í Austur Ghouta svæðinu sem hefur verið í haldi stjórnarhersins. Þetta er hluti af brottflutningssamningi við stjórnvöld. BBC greinir frá þessu.
Fjölmiðlar þar í landi segja 88 uppreisnarmenn og 459 almenna borgara farið frá Harasta hingað til. Um 1500 uppreisnarmenn og 6.000 almennir borgarar eiga að vera fluttir frá Harasta til Idlib héraðs, sem er í höndum uppreisnarmanna, á næstu dögum.
Framkvæmd þessa brotflutningssamnings byrjaði á fimmtudagsmorguninn með skipti á föngum. State TV hefur greint frá því að 13 manns sem voru í haldi uppreisnarmanna voru látnir lausir.
Erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hefur ekki verið staðið við vopnahlé sem átti að vara í fimm klukkutíma á dag.
