Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Myrkragardínur koma sannarlega til bjargar, ef þær eru rétt uppsettar. „Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15
Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00