Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 13:20 Vísir/Getty Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“ Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira