Hætt að greiða ljósmæðranemum laun á Landspítala Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2013 09:00 Nemar í ljósmóðurfræði ganga allar vaktir, að sögn námsbrautarstjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“ Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira