Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 17:23 Vini hjólreiðamannanna hafa kallað eftir réttlæti fyrir þeirra hönd. Vísir/EPA Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent