Segir Reykjavík vera borg auðjöfra og ferðamanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 12. maí 2018 20:00 Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að Reykjavík sé orðin borg auðjöfra og ferðamanna. Hún segir ástandið verra en nokkru sinni fyrr og vill setja fólkið í fyrsta sæti. Oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir var ómyrk í máli þegar stefnumálin voru kynnt á Hotel Natura nú síðdegis. Húsnæðismál voru í forgrunni, en á þeim markaði segir hún að ástandið hafi aldrei verið verra. „Aldrei verið verra. Ég er búin að vera sálfræðingur í 25 ár og ég hef fylgst með þessu. Ég er náttúrulega að ræða við fólkið í borginni og ég hef bara aldrei vitað annað eins. Sko, við erum að tala um hundruð fjölskyldur, öryrkjar, eldri borgarar fastir inni á Landspítalanum sem vantar þak yfir höfuðið,“ segir Kolbrún.Bara fólk á ofurlaunum í 101 Hún segir venjulegu fólki hafa verið úthýst úr 101, þar sem fólk á ofurlaunum í rándýrum íbúðum ráði nú ríkjum. „Þetta er í rauninni ekki lengur finnst mér borgin mín. Þetta er borg auðjöfra og ferðamanna. Bara að labba Laugaveginn, þá veit fólk alveg hvað er verið að tala um,“ segir Kolbrún enn fremur. Kolbrún vill ráðast í verkefnið undir eins og útvega lóðir undir ódýrt húsnæði. „Við viljum byggja bara alls staðar þar sem hægt er að byggja. Við viljum nota fjármagnið í borgarsjóð til þess að fara í þetta verkefni strax, vegna þess að þetta leysist ekki á einni nóttu. Þetta mun taka tíma, en þetta þarf að fara í forgang. Ef einhvern tímann einhver skilur hvað orðið forgangur þýðir þá er það núna. Fólkið í forgang,“ segir Kolbrún.Getur unnið með hverjum sem er Hún kveðst geta unnið með hvaða flokki sem er, ekki síður Samfylkingunni og öðrum flokkum í núverandi stjórn ef þeir vilji setja fólkið í fyrsta sæti. „Það gengur ekki að halda svona áfram. Við getum ekki bara talað um þéttingu byggðar, græna borg og hjólreiðastíga. Á þessu lifum við ekki þó allt sé þetta gott og gilt,“ segir Kolbrún að lokum. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að Reykjavík sé orðin borg auðjöfra og ferðamanna. Hún segir ástandið verra en nokkru sinni fyrr og vill setja fólkið í fyrsta sæti. Oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir var ómyrk í máli þegar stefnumálin voru kynnt á Hotel Natura nú síðdegis. Húsnæðismál voru í forgrunni, en á þeim markaði segir hún að ástandið hafi aldrei verið verra. „Aldrei verið verra. Ég er búin að vera sálfræðingur í 25 ár og ég hef fylgst með þessu. Ég er náttúrulega að ræða við fólkið í borginni og ég hef bara aldrei vitað annað eins. Sko, við erum að tala um hundruð fjölskyldur, öryrkjar, eldri borgarar fastir inni á Landspítalanum sem vantar þak yfir höfuðið,“ segir Kolbrún.Bara fólk á ofurlaunum í 101 Hún segir venjulegu fólki hafa verið úthýst úr 101, þar sem fólk á ofurlaunum í rándýrum íbúðum ráði nú ríkjum. „Þetta er í rauninni ekki lengur finnst mér borgin mín. Þetta er borg auðjöfra og ferðamanna. Bara að labba Laugaveginn, þá veit fólk alveg hvað er verið að tala um,“ segir Kolbrún enn fremur. Kolbrún vill ráðast í verkefnið undir eins og útvega lóðir undir ódýrt húsnæði. „Við viljum byggja bara alls staðar þar sem hægt er að byggja. Við viljum nota fjármagnið í borgarsjóð til þess að fara í þetta verkefni strax, vegna þess að þetta leysist ekki á einni nóttu. Þetta mun taka tíma, en þetta þarf að fara í forgang. Ef einhvern tímann einhver skilur hvað orðið forgangur þýðir þá er það núna. Fólkið í forgang,“ segir Kolbrún.Getur unnið með hverjum sem er Hún kveðst geta unnið með hvaða flokki sem er, ekki síður Samfylkingunni og öðrum flokkum í núverandi stjórn ef þeir vilji setja fólkið í fyrsta sæti. „Það gengur ekki að halda svona áfram. Við getum ekki bara talað um þéttingu byggðar, græna borg og hjólreiðastíga. Á þessu lifum við ekki þó allt sé þetta gott og gilt,“ segir Kolbrún að lokum.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira