Aðstoðardepill á rúðu túlkaður sem kosningaáróður Samfylkingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2018 15:44 Rauður hringur er hér dreginn um samskonar depil á glerhurð í ráðhúsi Reykjavíkur. Depillinn sem límt var fyrir í dag var þó í Kórnum í Kópavogi. Vísir/Valli Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018 Kosningar 2018 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018
Kosningar 2018 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira