Fékk 700 þúsund í miskabætur vegna einangrunar og farbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 18:39 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira