Myrti fólk vegna þessa að Trudeau bauð flóttamenn velkomna Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:14 Trudeau á útifundi til minningar um fórnarlömb byssumannsins í fyrra. Vísir/AFP Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Maður sem skaut sex manns til bana í mosku í Kanada í janúar í fyrra sagði lögreglu að hann hefði framið morðin vegna þess að Justin Trudeau, forsætisráðherra, bauð flóttamenn velkomna til landsins eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að stöðva komu þeirra til Bandaríkjanna. Upptaka af yfirheyrslu lögreglu á öfgamanninum Alexandre Bissonnette var spiluð í réttarsal þegar fjallað var um refsingu yfir honum í gær. Bissonette á yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsi. Hann sagði lögreglumönnunum að hann hefði haft vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum í aðdraganda morðanna. Það hafi verið orð Trudeau þar sem hann bauð flóttamenn velkomna til Kanada sem hafi hrynt honum yfir brúnina. Hann hafi orðið sannfærður um að fjölskylda hans yrði í hættu stödd ef fleiri flóttamenn kæmu til landsins, að því er segir í frétt The Guardian. „Ég var, þú veist, viss um að þeir myndu koma og drepa foreldra mína líka og fjölskylduna mína,“ sagði Bissonnette. Þráhyggja Bissonnette gagnvart hryðjuverkum hófst þegar íslamskur árásarmaður skaut hermann til bana við stríðsminnisvarða í Ottawa og réðist inn í þinghúsið árið 2014 og hryðjuverkaárásarinnar í Nice í Frakklandi þar sem 86 manns biðu bana árið 2016. Eftir að Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun með ferðabanni á múslimalönd í janúar í fyrra svaraði Trudeau með tísti þar sem hann tók flóttamönnum opnum örmum. „Til þeirra sem flýja ofsóknir, hryðjuverk og stríð, Kanadamenn munu gera ykkur velkomna, óháð trú ykkar. Fjölbreyttni er styrkur okkar #VelkomintilKanada,“ tísti Trudeau 29. janúar í fyrra. Sama dag fór Bissonnette vopnaður riffli og skammbyssu að moskunni í Quebec þar sem fleiri en fimmtíu manns voru. Áður en yfir lauk hafði hann banað sex mönnum og sært nítján aðra.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51 Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og verður mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. 31. janúar 2017 10:51
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16