Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2018 19:45 Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30