Glundroði skapaðist í Florida Mall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. desember 2018 13:54 Florida mall er mörgum Íslendingum kunnug. Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira