Glundroði skapaðist í Florida Mall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. desember 2018 13:54 Florida mall er mörgum Íslendingum kunnug. Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira