Erlent

Gatwick opnaður á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi farþega urðu strandaglópar vegna lokunarinnar.
Fjöldi farþega urðu strandaglópar vegna lokunarinnar. vísir/epa
Gatwick flugvöllur á Englandi opnaði loks í morgun eftir að hafa verið meira og minna lokaður í einn og hálfan sólarhring eftir að drónar tóku að sveima yfir vellinum. Enginn veit enn hvaðan drónarnir koma eða hver stjórnar þeim.

Fyrst sást til drónanna á miðvikudagskvöld þannig að ástandið hefur nú varað í þrjá daga. Allt flug um völlinn hefur meira og minna farið úr skorðum og sagði stjórnandi vallarins í gærkvöldi að hundrað og tuttugu þúsund manns hefðu átt að fljúga frá vellinum á þeim tíma sem liðinn var frá því fyrsti dróninn sást.

Yfirvöld leita enn að stjórnanda drónanna og hugmyndir eru uppi um að skjóta drónana niður um leið og til þeirra sést, en alls hafa þeir sést um fimmtíu sinnum á lofti. Atvikið hefur sett ferðaáætlanir hundruðþúsunda úr skorðum nú rétt fyrir jólin og er ljóst að tjónið er gríðarlegt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×