Fótbolti

Næstum því helmingur heimsins horfði á fyrstu heimsmeistarakeppni Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á HM síðasta sumar.
Tveir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á HM síðasta sumar. Vísir/Getty

Niðurstöður rannsóknar á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sýna að næstum því helmingur alls fólks í heiminum horfði eitthvað á HM í fótbolta í Rússlandi síðasta sumar.

HM í Rússlandi var fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins sem lék þrjá leiki á mótinu við Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

3,57 milljarðar fylgdust eitthvað með keppninni og meira en milljarður horfði á úrslitaleikinn á milli Frakka og Króata sem Frakkarnir unnu 5-2 og tryggðu sér heimsmeistaraititilinn í annað skiptið.Rannsóknin sýndi líka að fólk fylgdist meira með keppninni en áður í gegnum netið.

„Þessar niðurstöður styðja þá fullyrðingu á HM 2018 í Rússlandi hafi verið besta heimsmeistarakeppni sögunnar,“ sagði Philippe le Floc'h, markaðsstjóri hjá FIFA. „Fólk allstaðar í heiminum hefur áhuga á því að fylgjast með heimsklassa fótbolta,“ sagði Le Floc'h.

Jóla og áramótakveðjan frá Knattspyrnusambandi Íslands er einmitt frá HM í sumar þegar íslenski markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá argentínska knattspyrnusnillingnum Lionel Messi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.