Erlent

Tilskipun Trump um hælisleitendur ólögmæt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Alríksidómarar höfðu áður lagt bann við tilskipuninni eftir hávær mótmæli baráttuhópa fyrir mannréttindum.
Alríksidómarar höfðu áður lagt bann við tilskipuninni eftir hávær mótmæli baráttuhópa fyrir mannréttindum. Getty/Bloomberg
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að tilskipun Donalds Trump Bandaríkjanna um að neita þeim flóttamönnum um hæli sem koma ólöglega yfir landamæri landsins við Mexíkó standist ekki lög.

Atkvæði fóru 5-4 og greiddi John Roberts dómstjóri atkvæði með frjálslynda armi réttarins.

Alríksidómarar höfðu áður lagt bann við tilskipuninni eftir hávær mótmæli baráttuhópa fyrir mannréttindum.



Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna. Efri röð frá vinstri: Neil Gorsuch, Sonia Sotomayor, Elena Kagan, Brett Kavanaugh. Neðri röð frá vinstri: Stephen Breyer, Clarence Thomas, John Roberts, Ruth Bader Ginsburg, Samuel Alito.Getty/Chip Somodevilla
Trump ritaði undir tilskipunina í nóvember, að sögn hans til að bregðast við þeim fjölmenna hópi förufólks sem síðustu vikurnar hefur gengið að bandarísku landamærunum frá heimalöndum sínum í Mið-Ameríku. Trump sagði málið snerta þjóðarhag.

Þeir Neil Gorsuch, Clarence Thomas, Samuel Alito og Brett Kavanaugh voru ósammála meirihlutanum, en dómurinn gaf enga útskýringu á niðurstöðu sinni, einungis plagg þar sem bannið var úrskurðað ólöglegt.

Trump hefur hótað því að loka stofnunum alríkisstjórnarinnar í langan tíma verði Demókratar ekki við kröfum hans um að fjármagna múr sem hann vill reisa á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×